Suðurnesjalína 2

Styrking meginflutningskerfisins

Matsskýrsla Suðurnesjalínu 2

 

Af hverju Suðurnesjalína 2?


Nauðsynlegt er að ráðast í framkvæmdir til að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. 

 

Aukin eftirspurn eftir raforku

Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað mikið og hratt á undanförnum árum. Í Reykjanesbæ hefur orðið mest fjölgun á landsvísu eða um 20% frá árinu 2015. Fjölgun íbúa má að stórum hluta rekja til stórfelldrar aukningar í atvinnutækifærum í ferðaþjónustu á undanförnum árum og hefur þeirri þróun óhjákvæmilega fylgt margvíslegar áskoranir á svæðinu í tengslum við innviði, þar á meðal raforkukerfið. Á Suðurnesjum hefur eftirspurn eftir raforku því aukist hraðar en annars staðar á landinu. Stafar það m.a. af aukinni orkunotkun gagnavera, auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli og örari fólksfjölgun. Raforkuspá 2018-2050 staðfestir aukna eftirspurn en árleg aukning notkunar á landsvísu mun nema 1,8 % fram til ársins 2050. 

 

 

 

Orkuöryggi á Suðurnesjum er ekki ásættanlegt

Núverandi Suðurnesjalína 1 (132 kV) er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Slíkt hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Áhrif þess að Suðurnesjalína 1 fari skyndilega úr rekstri er nær undantekningarlaust straumleysi á Suðurnesjum, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heimili og fyrirtæki. Suðurnesjalína 2 myndi stórbæta orkuöryggi á Suðurnesjum.

 

 

Kortasjá

Hér er hægt að skoða valkosti Suðurnesjalínu 2, kortaþekjur ásamt fyrir og eftir ljósmyndum.