Stefnur stjórnvalda


Stefna stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins

Í þingsályktun nr. 26/148 er sett fram stefna stjórnvalda um uppbyggingu raforkuflutningskerfisins á Íslandi. Alls eru 16 atriði sem hafa þarf að leiðarljósi við uppbyggingu í flutningskerfinu og má almennt segja að þau eigi flest við ákvörðun um Suðurnesjalínu 2.

 

Stefna stjórnvalda um lagningu raflína

Í þingsályktun nr. 11/44 er sett fram stefna stjórnvalda um lagningu raflína. Þar eru sett fram viðmið um hvenær skuli skoða jarðstreng sem valkost. Meginreglan er sú að nota loftlínur í meginflutningskerfinu nema annað sé talið hagkvæmara eða æskilegra meðal annars út frá tæknilegum atriðum eða umhverfis- eða öryggissjónarmiðum á grundvelli viðmiða sem réttlæta að dýrari kostur sé valinn. Með vísun í niðurstöður mats á umhverfisáhrifum telur Landsnet að umhverfissjónarmið gefi ekki tilefni til þess að vikið sé frá þessari meginreglu stjórnvalda, sér í lagi þar sem kostnaður við loftlínu er mun lægri en við jarðstreng.

 

Hvenær skal skoða jarðstreng?

1) sbr. skilgreiningu á þéttbýli í 2. gr. skipulagslaga    2) sbr. 50. gr. laga um náttúruvernd    3) sbr. 50. gr. laga um náttúruvernd 

 

Skipulag


Suðurnesjalína 2 fer um fjögur sveitarfélög, Hafnarfjörð, Sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ og Grindavík og er í fullu samræmi við skipulagsáætlanir allra sveitarfélaganna. 

Hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni og frekari byggð í Vogum sunnan Reykjanesbrautar og Reykjanesbæ eru stutt komnar og óvíst hvort af þeim áformum verður. Í ljósi þess hversu þessar hugmyndir eru óljósar og stutt komnar í undirbúningi, telur Landsnet ekki raunhæft að færa Suðurnesjalínur 1 og 2 fjær mögulegum uppbyggingarstöðum eða leggja þær strax í jörðu.



Atvinnulíf


Atvinnulíf á Suðurnesjum er fjölbreytt og byggir einkum á ferðaþjónustu og flugtengdri starfsemi, sjávarútvegi, byggingariðnaði og ýmiss konar þjónustu. Suðurnesin eru einnig rík af auðlindum en stutt er á fengsæl fiskimið og mikill jarðhiti til staðar. Stærstu gagnaver Íslands eru staðsett á svæðinu ásamt mörgum af stærstu fyrirækjum landsins í ferðaþjónustu. 

Miðað við núverandi stöðu mætti segja að raforka sé uppseld á Suðurnesjum og því er ekki hægt að bæta við stórum notenda eða auka afhendingu til núverandi notenda vegna flutningstakmarkana. Allar framkvæmdir, sem auka flutningsgetu til og frá Suðurnesjum, eru til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á atvinnuþróun.

 

 

Skýrslur og fylgiskjöl

Matsskýrsla og viðaukar á vagna umhverfismats á Suðurnesjalínu 2

Skýrslur og fylgiskjöl

Kortasjá

Hér er hægt að skoða valkosti Suðurnesjalínu 2, kortaþekjur ásamt fyrir og eftir ljósmyndum.